Mynd1
Ólafsfjörður
Mynd2
Dalvíkurbyggð
Mynd3
Jarðböðin í Mývatnssveit
Mynd4
Þórshöfn
Mynd5
Raufarhöfn
Mynd6
Húsavík

Berg félag stjórnenda á Norðurlandi eystra er nýtt nafn frá 2012 á Verkstjórafélagi Akureyrar og nágrennis (VAN), stofnað 26. janúar 1941. Félagssvæðið er frá Ólafsfirði í vestri til Þórshafnar í austri. Félagið starfar innan vébanda Sambands Stjórnendafélaga, STF, sem er nýtt nafn frá 2017 á Verkstjórasambandi Íslands (VSSÍ).

Strax eftir stofnun félagsins gekk það inn í Verkstjórasambandið og var fyrsta félagið sem gekk í heild sinni inn í sambandið. Áður hafði Verkstjórasambandið verið samtök einstaklinga en ekki stéttarfélaga og má því vel líta svo á að félagið hafi með inngöngu sinni lagt grunninn að sambandi stéttarfélaga verkstjóra og síðar stjórnenda.

Félagið átti  frekar erfitt uppdráttar í upphafi og var helsta ástæðan að nokkrir stærstu atvinnurekendur á svæðinu viðurkenndu það ekki sem samningsaðila. Ekki vænkaði hagur félagsins þegar þeir verkstjórar Akureyrarbæjar, sem komnir voru í félagið, gengu úr því aftur og í Starfsmannafélag Akureyrar. Þetta skarð var þó fyllt á næstu árum og 1957 eru félagar orðnir 37.

Lesa meira

Stjórnendafélög og aðrir samstarfsaðilar


 • Samband stjórnendafélaga
 • Virk starfsendurhæfing
 • Áttin starfsmenntasjóðir
 • Símenntun HA
 • Verkstjórafélag Vestmannaeyja
 • Stjórnendafélag Austurlands
 • Stjórnendafélag Norðurlands vestra
 • Stjórnendafélag norðurlands vestra
 • Brú félag stjórnenda
 • Jaðar félag stjórnenda
 • Þór félag stjórnenda
 • Vörður félag stjórnenda á Suðurlandi
 • Verkstjórafélag Suðurnesja
 • Þór félag stjórnenda
 • Verkstjórafélag Vestfjarða