Mynd1
Ólafsfjörður
Mynd2
Dalvíkurbyggð
Mynd3
Jarðböðin í Mývatnssveit
Mynd4
Þórshöfn
Mynd5
Raufarhöfn
Mynd6
Húsavík

Berg félag stjórnenda á Norðurlandi eystra er nýtt nafn frá 2012 á Verkstjórafélagi Akureyrar og nágrennis (VAN), stofnað 26. janúar 1941. Félagssvæðið er frá Ólafsfirði í vestri til Þórshafnar í austri. Félagið starfar innan vébanda Sambands Stjórnendafélaga, STF, sem er nýtt nafn frá 2017 á Verkstjórasambandi Íslands (VSSÍ).

Strax eftir stofnun félagsins gekk það inn í Verkstjórasambandið og var fyrsta félagið sem gekk í heild sinni inn í sambandið. Áður hafði Verkstjórasambandið verið samtök einstaklinga en ekki stéttarfélaga og má því vel líta svo á að félagið hafi með inngöngu sinni lagt grunninn að sambandi stéttarfélaga verkstjóra og síðar stjórnenda.

Félagið átti  frekar erfitt uppdráttar í upphafi og var helsta ástæðan að nokkrir stærstu atvinnurekendur á svæðinu viðurkenndu það ekki sem samningsaðila. Ekki vænkaði hagur félagsins þegar þeir verkstjórar Akureyrarbæjar, sem komnir voru í félagið, gengu úr því aftur og í Starfsmannafélag Akureyrar. Þetta skarð var þó fyllt á næstu árum og 1957 eru félagar orðnir 37.

Lesa meira

Stjórnendafélög og aðrir samstarfsaðilar


Samband stjórnendafélaga
Virk starfsendurhæfing
Áttin starfsmenntasjóðir
Símenntun HA
Stjórnendafélag Austurlands
Stjórnendafélag Suðurlands
Verkstjórafélag Vestmannaeyja
Verkstjórafélag Suðurnesja
Verkstjóra- og stjórnendafélag Hafnarfjarðar
Brú félag stjórnenda
Stjórnendafélag Vesturlands
Jaðar félag stjórnenda
Stjórnendafélag Vestfjarða
Stjórnendafélag Norðurlands vestra