dsc1656
Nýr kjarasamningur
Kjarasamningur var undirritaður í morgun 22. desember á milli Samtaka atvinnulífsins og Sambands stjórnendafélaga – STF f.h. aðildarfélaga.
Meginmarkmið
Kjarasamningur þessi er framlenging á kjarasamningi aðila sem gilti frá 2019-2022. Að mati samningsaðila styður samningurinn við kaupmátt launa auk þess að veita heimilum og fyrirtækjum fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum. Samningurinn geti þannig byggt undir stöðugleika og skapað forsendur fyrir langtímasamningi.
Gildistími
Gildistími samningsins er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.
Almenn launahækkun
Launahækkun samningsins er í formi hlutfallshækkunar og hámarks krónutöluhækkunar.
Þann 1. nóvember 2022 taka mánaðarlaun almennri hækkun um 6,75%, þó að hámarki kr. 66.000.
Kjaratengdir liðir
Kjaratengdir liðir kjarasamnings hækka um 5,0% frá 1. nóvember 2022, nema um annað hafi verið samið.
Desember- og orlofsuppbót
Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðast við fullt starf verður:
Á árinu 2023 kr. 103.000.
Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1. maí til 30. apríl) miðað við fullt starf verður á
orlofsárinu sem hefst 1. maí 2023 kr. 56.000.
Hagvaxtarauki 2023
Með hækkun 1. nóvember 2022 hefur hagvaxtarauka skv. kjarasamningi aðila, sem koma átti til greiðslu 1. maí 2023, verið flýtt og að fullu efndur. Jafnframt er samkomulag um að með þessari hækkun og flýtingu komi ekki til frekara endurmats á hagvaxtarauka skv. kjarasamningi 2019 – 2022.
3. gr.
Vinnutími samræmdur
Samningsaðilar hafa á undanförnum árum unnið að vinnutímastyttingu iðnaðarmanna og verslunarfólks, eins útfært var í bókun með síðasta kjarasamningi STF:
Á vinnustöðum hefur á grundvelli gr. 5.11. um styttingu vinnutíma verið samið um vinnutímastyttingu í 36 virkar vinnustundir á viku að jafnaði samhliða niðurfellingu kaffitíma.
Þar sem ekki hafði verið gert samkomulag á grundvelli gr. 5.11. var starfsfólki heimilt að kjósa um styttingu virks vinnutíma á viku í 36 stundir og 15 mínútur (virkur vinnutími að jafnaði 7 klst. og 15 mín. á dag).
Viðræður á samningastíma um kjaratengd mál eigi síðar en í október 2023
Einföldun á vinnutímaákvæði kjarasamnings aðila og samræma við ákvæði undirmanna. Einstök ákvæði kjarasamnings rædd og skýrð betur.
Stjórnendanámið
Slysaréttur skerði ekki veikindarétt
Einföldun, samræming og yfiferð á kjarasamningum.
Breytingar vegna annarra kjarasamninga
Eintök ákvæði breytast einnig í samræmi við niðurstöðu viðræðna kjarasamninga undirmanna stjórnenda.
Styttri vinnutími hjá stjórnendum iðnaðarmanna
Frá og með 1. febrúar 2024 verður því vinnutími stjórnenda iðnaðarmann á viku samkvæmt kjarasamningi 36 virkar vinnustundir. Deilitala dagvinnutímakaups verður frá sama tíma 156.
Afgreiðsla kjarasamnings
Kosning um samninginn hefst kl. 12.00 á morgun 23. desember. Atkvæðagreiðslan er rafræn og fer fram í gegnum ,,mínar síður“ á heimasíðu STF og henni líkur kl. 12.00 fimmtudaginn 29. desember n.k.