Ágæti félagsmaður
Í meðfylgjandi pósti er aðalfundarboð, en fundurinn verður haldinn 8. maí á Stássinu á Greifanum Glerárgötu 20.
Í stjórnarkjöri á komandi aðalfundi skal kosið um varaformann,gjaldkera, meðstjórnanda og einn varamann. Núverandi stjórnarmeðlimir gefa kost á sér til áframhaldandi starfa.
Á fundinum munum við taka til umræðu orlofseignir félagsins.
Við beinum því til ykkar, félagsmanna Bergs, að benda fólki á að kynna sér félagið okkar. Við búum að mjög öflugum sjúkrasjóði og menntunarsjóði, að auki erum við með eitt lægsta félagsgjald sem stéttarfélag býður upp á. Allar frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni okkar www.bergfs.is
Minnum á að skrifstofa félagsins er á Glerártorgi, 2.hæð, á sama gangi og Blóðbankinn, Lækna- og Tannlæknastofur Akureyrar.
Heimasíðan og Facebook. Vefslóðin á heimasíðuna er www.bergfs.is. Facebook síða er tengd heimasíðunni og hvetjum við alla til að líka við síðuna til að fá upplýsingar þaðan.
Úthlutun orlofshúsa er lokið, enn eru nokkrar vikur lausar á Vatnsenda í sumar.
Leiguverð á viku að Vatnsenda er 40.000 kr. í sumar.
Íbúðirnar í Álalind 3 og Álalind 20 verða áfram í helgarleigu og sólarhringsleigu í miðri viku eins og áður en voru ekki settar í sumarúthlutun og vikuleigu.
Helgarleigan í Álalind 3 er 18.000 kr. og sólarhringsleigan í miðri viku er 8.000 kr. til félagsmanna Bergs. Þegar gengið er frá greiðslu á orlofsvefnum Frímann er helgarleigan 26.000 kr. og sólarhringsleigan 12.000 kr. Í Álalind 20 er helgarleigan 14.000 kr. og sólarhringsleiga í miðri viku 6.000 kr. til félagsmanna Bergs. Þegar gengið er frá greiðslu á orlofsvefnum Frímann er helgarleigan 22.000 kr. og sólarhringsleigan 10.000 kr. Mismunurinn er endurgreiddur félagsmönnum í fyrri hluta næstkomandi mánaðar eftir að leiga hefur farið fram.
Mögulegt er að kaupa þrif; Álilnd 3 og Vatnsendi kr. 10.000 og Álalind 20 kr. 8.000.
Hægt er að sækja um orlofshús á bergfs.is > orlofsmál > bóka orlofseign.
Vinsamlega látið vita með mætingu á fundinn í netfangið bergfs@bergfs.is eða í síma 568-3000 á oppnunartíma skrifstofu: mánud. kl. 13 – 16, miðvikud. kl. 13 – 16 og föstud. kl. 10 – 13.
Sjáumst á aðalfundi.