568-3000 - Stéttarfélag stjórnenda og lykilstarfsfólks - bergfs@bergfs.is

Ágæta félagsfólk, 24. nóvember 2023

Nú um áramótin verður breyting á Frímannskerfinu hjá okkur (Orlofshúsakerfi).

Hingað til hefur fólk eignast inneign þegar afpantaðar eru leigur á Frímann. Þær inneignir hafa svo nýst upp í næstu leigu á Frímann og eitthvað hefur verið um endurgreiðslur þegar fólk hættir við að fara í eignirnar.
Nú um áramótin verður hætt með þetta inneignarkerfi og byrjað að endurgreiða fólki til baka 80% leiguverðs ef afpantað verður innann viss tímaramma.
Helsta ástæða þessa er eftirfarandi:
Það hefur verið dálítið mikið um að félagsmenn eru að leigja jafnvel tvær til þrár eignir, þó ekki allar á sama tíma. Og hætta svo við með stuttum og stundum engum fyrirvara.
Þannig að ákveðið hefur verið að endurgreiðslan verði 80% af leiguverði eignarinnar sem var leigð, ef afpanntað er með lengri fyrirvara en tveimur til þremur sólarhringum áður en umrædd leiga átti að hefjast. Ef hætt er við leigu innan tveggja til þriggja daga frá því að leigutími átti að hefjast verður engin endurgreiðsla, enda ekki líklegt að það náist að leigja viðkomandi eign aftur.

Mikilvægt: Nú er mikilvægt fyrir þá félagsmenn sem eiga inneignir á Frímann að nýta þær upp í aðra leigu og gera þá bókun fyrir áramót. Hægt er að sjá inn á mínum síðum hvort inneign er til staðar. Semsagt leigan sjálf má vera eftir áramót en bókunin þarf að fara fram fyrir áramót. Vonandi hafa sem flestir tök á að nýta inneignina þannig að fólk tapi ekki hluta þess sem það á inni.

Við vonum að þið takið vel í þessa breytingu, þetta er nauðsynlegt fyrir okkur til að geta haft stjórn á þessum hlutum og verður okkur öllum til hagsbóta.

Kær kveðja.