19. desember 2025
Jólakveðja
Jólakveðja frá formanni
Kæra félagsfólk, nú gengur jólahátíðin senn í garð og vert að þakka fyrir samskipti á liðnu ári.
Ný heimasíða Bergs er komin í loftið og er hún undirsíða af stf.is sem er heimasíða Sambands stjórnendafélaga. STF sér um umsóknir á Mínum Síðum í sjúkra-, mennta- og styrktarsjóði aðildarfélaganna. Er félagsfólk eindregið hvatt til að kynna sér alla þá kosti og styrki sem því stendur til boða.
Á komandi sumri verður hafist handa við byggingu tveggja orlofshúsa að Skógahlíð 1 í Fnjóskadal. Stærra húsið verður um 200 m² með fjórum svefnherbergjum og það minna um 80 m² með tveimur svefnherbergjum. Framkvæmdin verður gerð í nokkrum áföngum og mun ráðast að nokkru eftir efnum og aðstæðum. Félagið verður 85 ára 26. janúar n.k. og stefnt er að vígslu húsanna fyrir 90 ára afmæli þess.
Félagafjölgun helst nokkuð stöðug og hvatning ykkar til fólks að kynna sér félagið okkar er mjög mikils virði.
Bestu óskir til ykkar um gleðilega hátíð, megi komandi ár verða ykkur gæfu- og heillaríkt.
Rögnvaldur Snorrason
Formaður

