568-3000 - Stéttarfélag stjórnenda og lykilstarfsfólks - bergfs@bergfs.is

Sú breyting hefur orðið á reglum orlofsvefsinns Frímanns að árinu hefur verið skipt niður í tímabil þar sem félagsmönnum hvers félags gefst kostur á að sækja um úthlutun/pannta í eigin bústað á undan öðrum félögum. Þá er auglýst opnun í tvær vikur fyrir félagsmenn viðkomandi félags til að pannta í eigin bústað áður en opnaður er aðgangur fyrir alla í öllum félögum innan STF, til að pannta innan þess tímabils.
Hjá Bergi gilda þessar reglur einungis um vikuleigur um jól og páska í Vatnsenda, Álalind 3 og Álalind 20. Að öðru leiti eru orlofseignir Bergs undanþegnar þessari tímabila-úthlutun nema hin venjubundna sumarúthlutun á Vatnsenda. Félagsmenn verða þó varir við að stundum er lokað tímabundið fyrir pantanir í öðrum eignum.

Haust- og vetrarúthlutun orlofshúsa hefst 15. Júlí

Opnað verður fyrir umsóknir í orlofshús frá 15 júlí kl. 12:00 til 1. ágúst kl. 16:00. Um er að ræða orlofstímabilið, 15. september 2023 til 2. febrúar 2024.
Tölvupóstur verður sendur til allra umsækjenda að úthlutun lokinni. Þeir sem fá úthlutað orlofshúsi, fá póst með greiðsluupplýsingum. Greiðslufrestur er til miðnættis 13. ágúst.
Félagsfólk verður að gæta þess að panta eingöngu orlofshús sem er í eigu aðildarfélags síns. Á ,,Mínum síðum” kemur fram í hvaða aðildarfélagi félagsfólk er.
Sótt er um á orlofsvefnum Frímann með rafrænum skilríkjum. Farið er eftir punktum umsækjenda við úthlutun.

Mánudaginn 14. ágúst kl. 12.00 verður opnað fyrir allar lausar helgar og daga Frá þeim tíma getur allt félagsfólk í öllum aðildarfélögum STF leigt laus tímabil og þá gildir fyrstur kemur, fyrstur fær.
Lágmarks helgarleiga á sumarhúsum í vetrarleigu er föstudagur til mánudags en vika um jól frá 20. desember til 27. desember og um áramót frá 27. desember til 3. janúar.