568-3000 - Stéttarfélag stjórnenda og lykilstarfsfólks - bergfs@bergfs.is

Góðan daginn.

Við viljum vekja athygli ykkar á Stjórnendanámi Stjórnendafræðslunnar.

Lota 1 í Stjórnendanámi Stjórnendafræðslunnar hefst 6. september. Opið er fyrir umsóknir og er afsláttur veittur af skráningargjaldi til þeirra sem skrá sig fyrir 6. ágúst. Þá er sérstök athygli vakin á því að félagsmenn STF fá 80% af námskeiðsgjaldi endurgreitt. Námið er byggt upp sem 100% fjarnám og er sett þannig upp að þátttakendur geti sinnt störfum sínum samhliða námi. Þegar Stjórnendanámið var búið til var leitað til stjórnenda og millistjórnenda til að fá þeirra skoðun á hvaða kunnáttu vantaði inn á vinnumarkaðinn. Þær niðurstöður voru notaðar til að búa til inntak námsins. Stöðugt samtal er við vinnumarkaðinn og er námið þróað áfram samhliða honum.

Lota 1 fjallar um einstaklinginn í þeirri stöðu sem hann gegnir ,,hvers vegna er ég hér?‘‘, ,,Hversu hæfa/n tel ég mig vera og hvað þarf ég til að auka hæfni mína?‘‘ og ,,hver er afstaða mín til fyrirtækis, yfirmanna, samstarfsmanna og undirmanna?‘‘ Lota 1 snýr að þér sem stjórnanda, hvernig þú getur unnið með þína hæfileika og hvernig þú getur bætt þína veikleika.

Allar nánari upplýsingar á www.stjornendanam.is