568-3000 - Stéttarfélag stjórnenda og lykilstarfsfólks - bergfs@bergfs.is



Sumarúthlutun orlofshúsa 2022
Kæru félagar.
Umsóknir fyrir sumarúthlutun orlofshúsa Bergs félags stjórnenda Norðurlandi eystra, hefst þann 15. mars og stendur til 28.mars. Á þeim tíma er hægt að sækja um orlofshúsið okkar á Vatnsenda Ólafsfirði. Íbúðirnar okkar í Álalind 3 og Álalind 20 Kópavogi verða ekki í sumarúthlutun, heldur leigðar út samkvæmt venju, helgar og stakir dagar.
Sumarleiga orlofshúsa er frá föstudegi til föstudags, á tímabilinu 27. maí til 2. september 2022. Verð fyrir hverja viku er kr. 35.000.
Sótt er um á Orlofsvefum Frímann og þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Farið er eftir punktum umsækjenda við úthlutun. https://www.orlof.is/vssi/site/apply/apply.php
Tölvupóstur verður sendur til allra umsækjenda að úthlutun lokinni. Þeir sem fá úthlutað orlofshúsi, fá póst með greiðsluupplýsingum. Greiðslufrestur er til 2. apríl.
Þeir sem ekki fá úthlutað, fá tækifæri til að sækja um lausar vikur, á tímabilinu 3. apríl – 9. apríl. Greiða skal fyrir seinni úthlutun fyrir 14. apríl.
Þann 15. apríl verða allar óseldar og ógreiddar vikur í sumar, settar í opna sölu inn á Orlofsvefinn Frímann og geta þá allir félagar í öllum aðildarfélögunum sótt um orlofshús og þá gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær.

f.h. Bergs félags stjórnenda Norðurlandi eystra,
Rögnvaldur Snorrason, formaður.