568-3000 - Stéttarfélag stjórnenda og lykilstarfsfólks - bergfs@bergfs.is

Sumarúthlutun orlofshúsa 2024
Kæru félagar.

Hér eru reglur fyrir úthlutanir sumarið 2024

Umsóknir fyrir sumarúthlutun orlofshúsa hjá Berg félagi stjórnanda hefst þann 28. febrúar og stendur til 11. mars. Á þeim tíma er hægt að sækja um orlofshúsið okkar að Vatnsenda. Íbúðirnar okkar verða ekki í sumarúthlutun.
Sumarleiga orlofshúsa er frá miðvikudegi, kl. 16:00 til miðvikudags, kl. 12:00, á tímabilinu 29. maí til 11. september 2024. Verð fyrir hverja viku er kr.40.000,-
Sótt er um á Orlofsvefnum Frímann og þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Farið er eftir punktum umsækjenda við úthlutun. Frímann (orlof.is)
Tölvupóstur verður sendur til allra umsækjenda að úthlutun lokinni. Þeir sem fá úthlutað orlofshúsi, fá póst með greiðsluupplýsingum. Greiðslufrestur er til 13. mars.
Þeir sem ekki fá úthlutað, fá tækifæri til að sækja um lausar vikur, á tímabilinu 14. mars – 18. mars. Greiða skal fyrir seinni úthlutun fyrir 19. mars.
Ath.Þann 19. mars verða allar óseldar og ógreiddar vikur í sumar, settar í opna sölu inn á Orlofsvefinn Frímann og geta þá allir félagar í öllum aðildarfélögunum sótt um orlofshús og þá gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær.
f.h. Bergs félag stjórnenda
Ingibjörg Jóhannesdóttir