Logo
Sækja um aðild

Stéttarfélag stjórnenda og lykilstarfsfólks

Berg - stéttarfélag stjórnenda og lykilstarfsfólks er fyrir:

  • Fólk í stjórnunarstöðum í fyrirtækjum
  • Einyrkja í sjálfstæðri atvinnustarfssemi
  • Verktaka innan fyrirtækja
  • Lykilstarfsfólk fyrirtækja og aðila í ábyrgðarstöðum
  • Starfsfólk án mannaforráða í sértækum eða sérhæfðum verkefnum

450

Fjöldi félaga

28

Orlofskostir

0.7%

Félagsgjald

Fylgdu okkur á facebook!

Um Berg – Félag stjórnenda á Norðurlandi eystra

Berg – Félag stjórnenda á Norðurlandi eystra er öflugt stéttarfélag sem stendur vörð um hagsmuni stjórnenda og lykilstarfsfólks í atvinnulífi svæðisins. Félagið styður við fagmennsku, forystu og framsækna þróun á vinnumarkaði og vinnur markvisst að því að efla réttindi, styrk og áhrif félagsmanna sinna.

Hjá Berg :

  • Styðjum við sterka stöðu stjórnenda og lykilstarfsfólks á vinnumarkaði.
  • Bjóðum sérsniðna þjónustu, ráðgjöf og fræðslu fyrir félagsfólk.
  • Vinnum að sanngjörnu og öflugu starfsumhverfi og styðjum við faglega forystu og þróun í atvinnulífinu.
  • Styrkjum byggð og atvinnulíf á Norðurlandi eystra með því að efla leiðtoga framtíðarinnar.

Kjarasamningar og réttindavernd

Við tryggjum félagsfólki okkar betri kjör og verndum þeirra réttindi á vinnumarkaði.

Fræðsla og þjálfun

Við bjóðum upp á námskeið, ráðstefnur og vinnustofur sem miða að því að bæta stjórnunarhæfni og leiðtogahæfni.

Ráðgjöf og stuðningur

Við veitum faglega ráðgjöf í tengslum við starfsþróun, vinnumarkaðsmál og persónuleg málefni.

Sjúkrasjóður

Einn af öflugustu sjúkrasjóðum landsins. Greiðir bætur í veikinda- og slysatilfellum.

Orlofshús víða um land

Fríðindi fyrir félagsfólk

Manns icon

Launavernd

Félagsfólk okkar fær launavernd þegar það byrjar að greiða til okkar. Það þýðir að verði félagsfólk fyrir vinnutapi tengt sjúkdóma eða slysi eiga þau rétt á dagpeningagreiðslum úr sjúkrasjóði sem nemur 80% af meðaltalslaunum síðustu 12 mánaða (greiðum allt að 9 mánuði).

Manns icon

Menntastyrkir

Félagsfólk á rétt á menntastyrkjum úr menntasjóði fyrir starfstengdu námi. Fyrirtæki geta einnig fengið niðurgreiðslu á námi tengdu starfi viðkomandi starfsmanns sem er greiðandi félagi hjá STF.

Manns icon

Heilsutengdir styrkir

Í boði eru ýmiskonar styrkir tengdir heilsu eins og tómstundastyrkir*, kírópraktor, nuddi, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaupum, fæðingastyrkir og fleira. Sjá nánar inn á mínum síðum.

Manns icon

Sjúkrasjóður

Sjúkrasjóður STF er vel rekinn og er gríðarsterkur. STF hefur ekki þurft að grípa til skerðinga á greiðslum eins og aðrir sjóðir. Sjúkrasjóðurinn á íbúð í Kópavogi sem er ætluð félagsfólki sem þurfa að sækja sjúkrameðferð til Reykjavíkur. Hægt er að sækja ýmsa styrki vegna heilsubrests í sjúkrasjóð. Þ.a.m heyrnartæki, augnaðgerðir, krabbameinsskoðun og fleira. Sjá nánar inn á mínum síðum.

kommur

Berg félag stjórnenda mætir öllum mínum þörfum, þau eru með sterkan sjúkrasjóð, veita góða heilsustyrki og frábæran menntasjóð, gott úrval af námi sem nýtist í starfi.

Heiða Björk Sigurðardóttir

Mannauðsstjóri í Slippnum