Aðgangur að 28 orlofshúsum
Álalind 20
Íbúðin er á fjórðu hæð, 2ja herbergja 51,8 fm með stæði í lokaðri bílgeymslu. Íbúðin skiptist í stofu og eldhús í opnu alrými, eitt svefnherbergi með útgengi á svalir, með 160 sm. hjónarúmi, baðherbergi með sturtu og forstofu. Þvottaaðstaða með þvottavél er í innbyggðum skáp á gangi.
Svefnpláss og sængur eru fyrir 4 manns. Í stofu er svefnsófi 140 sm. Ungbarnarúm og dýna er geymt í fataskáp.
Rúmfatnaður og handklæði fylgja ekki íbúðinni.
Álalind 3
Íbúðin er á þriðju hæð, 3ja herbergja 91.8 fm með stæði í lokaðri bílgeymslu. Íbúðin skiptist í stofu og eldhús í opnualrými með útgengi á svalir, tvö svefnherbergi, bæði með 160 sm. hjónarúmum, baðherbergi með sturtu, forstofu ogþvottahús með sambyggðri þvottavél og þurrkara.
Svefnpláss og sængur eru fyrir 6 manns. Í stofu er svefnsófi 140 sm. Ef hann er notaður til gistingar skal án undantekningar setja ofan á hann dýnu sem er upprúlluð ofan á skáp í þvottahúsi.Að auki er ungbarnarúm, dýna er geymd á vegg í þvottahúsi.
Rúmfatnaður og handklæði fylgja ekki íbúðinni.
Vatnsendi Ólafsfirði
Húsið er 88,6 m2 staðsett 4 km innan Ólafsfjarðarbæjar og skiptist í þrjú svefnherbergi, stofu, eldhús og bað. Svefnpláss og sængur eru fyrir átta manns. Heitur pottur á verönd. Húsið stendur um 80 m frá þjóðvegi, enginn snjómokstur er að þvi yfir vetrarmánuðina en 3 stórar Kaldbaksþotur til að ferja farangur og leikja í brekkunum.
Mjög góð sundlaug er á Ólafsfirði. Margar góðar gönguleiðir eru í Fjallabyggð og flestir ættu að geta fundið leiðir við hæfi. Sumar leiðanna eru troðningar eins og forfeður okkar gengu í 1000 ár,en einnig eru nýrri leiðir sem eru þægilegar göngu og forvitnilegar. Hér má sjá gönguleiðir í nágrenninu.
Veiðileyfi er fyrir 1 stöng á þriðjudögum yfir sumartímann og álitleg bryggjuveiði í Ólafsfjarðarhöfn. Einnig er skemmtileg fjara undir Kleifunum í vestanverðum Ólafsfirði. Níu holu golfvöllur er í mynni Skeggjabrekkudals með stórglæsilegu útsýni.
Stutt er í skíðasvæði á Siglufirði. Einnig er kjörið fjallaskíðaland frá hlaði bústaðar. Brimbrettasiglingar úti fyrir hafnargarðinum.
Brottfaratími nóv.-apr. kl. 19:00 ef virkur dagur er eftir brottfarardag.
Hér má sjá afþreyingu á svæðinu
Veitingasala, verslun, bakarí og ýmis önnur þjónusta er í boði í Fjallabyggð.


























